| Grétar Magnússon

Rafa vill vera í 20 ár við stjórnvölinn

Rafa sagði:  ,,Ég er mikill aðdáandi Sir Alex.  Hann hefur unnið stórkostlegt starf fyrir United í mörg ár.  Ég vildi gjarnan eiga 20 ára starfsferil hjá sama klúbbnum eins og hann.  Ef ég gæti gert það hjá Liverpool þá þýðir það að ég hef unnið marga titla.  Sir Alex hefur einnig verið gagnrýndur mikið uppá síðkastið og ég hef samúð með honum.  Fólk er fljótt að gleyma."

Um leikinn hafði Rafa þetta að segja:  ,,Í svona leikjum getur allt gerst.  Þetta er eins og leikur á milli Barcelona og Real Madrid fyrir mér.  Það skiptir ekki máli hverjir eru að spila betur, sigur getur fallið öðru hvoru megin."

,,Ég sé þetta ekki sem baráttu milli liðs sem stendur sig vel og annars sem gengur ekki nógu vel.  Það er bull.  Manchester United eru með gott lið með frábærum leikmönnum og stjóra."

,,Þetta verður erfitt fyrir okkur.  Old Trafford er erfiður völlur til að spila á vegna gæðanna og reynslunnar sem leikmenn þeirra búa yfir.  Við verðum að standa okkur vel og sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið."

,,United eru með svo marga góða leikmenn og við verðum að vera vel undirbúnir.  Ég vil sjá opin sóknarsinnaðan leik en þar sem svo lítill munur er á liðunum þá býst ég við að bæði lið spili af varfærni og leikurinn verður þéttur."

,,Þetta er stórleikur, við vitum það og við höfum undirbúið okkur vel þessa viku.  Sú staðreynd að við höfum haft fulla viku til að undirbúa okkur hjálpar okkur vonandi á sunnudaginn."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan