Steve Staunton að taka við írska landsliðinu
Steve Staunton mun taka við írska landsliðinu ásamt Bobby Robson í næstu viku. Steve Staunton lék 148 leiki hjá Liverpool og skoraði sjö mörk. Af mörkunum sjö komu þrjú í Deildarbikarleik gegn Wigan haustið 1989. Steve skoraði þau öll eftir að hafa komið inn á sem varamaður og hefur enginn leikmaður Liverpool gert það fyrr né síðar. Ferill hans hjá Liverpool var heldur óvenjulegur.
Steve Staunton hóf ferillinn hjá Dundalk á Írlandi. Liverpool keypti hann á 20.000 pund í september 1986 og var hjá liðinu í fimm ár þegar Graeme Souness seldi hann skömmu eftir að hann tók við liðinu þrátt fyrir að Staunton hafi staðið sig með miklum ágætum hjá Liverpool. Staunton varð fastamaður í liði Aston Villa og fannst mörgum Púllurum Souness hafa verið heldur fljótur á sér að selja þennan gæðaleikmann.
Liverpool ákvað að fá hann aftur "heim" sumarið 1998. Þvi miður voru bestu ár hans að baki í boltanum og voru menn ekki of hressir með frammistöðu hans oft á tíðum. Staunton var hjá Liverpool fram í desember 2000 en þá yfirgaf hann félagið fyrir fullt og allt.
Steve Staunton hefur leikið flesta landsleiki allra írska landsliðsmanna eða 102 landsleiki alls. Reyndar hefur hann, ásamt Kenny Dalglish, leikið flesta landsleiki allra leikmanna sem hafa leikið með Liverpool. Báðir léku þeir 102 landsleiki. Bobby Robson sem hefur stjórnað fjölmörgum félagsliðum, nú síðast Newcastle og enska landsliðinu verður að öllum líkindum vera aðstoðarmaður Staunton.
Hér eru frekari upplýsingar um feril Steve Staunton hjá Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!