Varalið Liverpool tapaði fyrir Newcastle
Varalið Liverpool tapaði fyrir Newcastle í gær á útivelli. Neil Mellor lék annan leik sinn eftir langvarandi fjarveru vegna meiðsla árið 2005.
Neil Mellor kom Liverpool yfir á 11. mínútu eftir stungusendingu Paul Anderson inn fyrir vörn Newcastle. Mellor gerði engin mistök, hristi varnarmenn Newcastle af sér og skoraði af öryggi. Mellor var í góðu formi og átti tvö góð skot af löngu færi. Finnigan jafnaði leikinn með góðu langskoti á 33. mínútu. Mellor var nálægt því að koma Liverpool aftur yfir þegar hann stakk vörnina af á 40. mínútu en markvörður Newcastle varði. Boltinn barst út í teiginn en markvörðurinn Tim Krul gerði sér lítið fyrir og varði aftur nú frá Anderson.
Liverpool afhenti Newcastle sigurinn á silfurfati sjö mínútum fyrir leiklok þegar misskilningur á milli Raven og Willis í markinu leiddi til þess að Farman rúllaði boltanum í opið markið.
Lið Liverpool var skipað: Willis, Raven (Smith 87. mín.), Barragan, Roque, Antwi, Hobbs, Anderson, Peltier, Mellor (Calliste 71. mín.), Mannix (Idrizaj 63. mín.) og Guthrie.
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Miki Rogue átti enn og aftur traustan leik í stöðu miðvarðar.
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!