| HI

Paco um nýjustu ungliðana

Paco Herrera, þjálfari varaliðsins gaf opinberu heimasíðu Liverpool umsögn um þá ungu leikmenn sem Liverpool fékk til liðs við sig. Hér kemur hún.

Jack Hobbs: Jack er miðvörður en við viljum að hann spili heilt tímabil sem varnartengiliður. Eftir þetta ár verður hann frábær miðvörður og erum að búa hann undir framtíðina með því að spila hann í stöðu sem reynir á hraða hans, vald á bolta og samhæfingum mun meira á þessu stigi í þróun hans sem leikmanns.

Ramon Caliste: Hann er gríðarlega fljótur leikmaður sem við teljum að eigi möguleika á að fara alla leið. Hann þarf hins vegar að vinna mest í ákvarðanatöku sinni á vellinum.

Antonio Barragan: Antonio getur spilað á hægri kantinum og í hægri bakvarðarstöðunni. Hann spilar á miðjunni eins og er því að við þurfum að hugsa fram á við um þarfir aðalliðsins. Antonio hefur þegar fengið tækifæri með aðalliðinu því að hann kom inná sem varamaður í forkeppni meistaradeildarinnar.

Godwin Antwi: Í líkamlegum styrk er Godwin langt á undan öðrum, jafnvel mörgum aðalliðsmönnum. Hann þarf hins vegar að vinna í leikskilningnum og tækninni. Okkur finnst honum þegar hafa farið mikið fram.

Besian Idrizaj: Hann er mjög snjall leikmaður en við þurfum að vinna töluvert meira með hann. Hann kemur til okkar frá deild þar sem keppnisharkan er mun minni en á Englandi. Hann er nú að reyna að aðlagast hraðari leik en hefur alla eiginleika sem þarf til sem sóknarmaður.

Miki Roque: Mikil hefur tekið hröðum framförum. Hann er ákveðinn, mjög fljótur og sterkur í loftinu og ég held að eiginleikar hans henti enska boltanum vel. Hann er ábyrgur drengur en þarf að taka út meiri þroska sem leikmaður.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan