Neil Mellor hlakkar til að koma til baka
Neil Mellor hefur ekkert spilað frá því í byrjun þessa árs. Hann þurfti að gangast undir erfiðar skurðaðgerðir á báðum hnjám og hefur það tekið mun lengri tíma en búist var við fyrir hann að ná fullum bata. Nú sér hann þó loks fyrir endann á þessu.
Neil Mellor: "Ég vonast til að geta byrjað að æfa á ný eftir tvær vikur. Eftir það þá vonast ég til þess að geta byrjað að spila aftur í lok október eða í byrjun nóvember. Það er varaliðsleikur gegn Manchester City þann 1. nóvember og það er sá leikur sem ég er að horfa til.
Þetta hefur verið pirrandi tími fyrir mig. Þegar ég fór í aðgerðina þá var ég upphaflega að vonast til að verða klár fyrir undirbúningstímabilið, en þetta hefur tekið mun lengri tíma en ég hélt. Það hafa komið tímar þar sem þetta hefur verið afar erfitt og ég var niðurbrotinn yfir því að vera svona lengi frá. Ég vonast til að geta farið að skora mörk á ný og vonandi get ég fengið tækifæri til að sýna stjóranum hvað ég get gert."
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian!