| SSteinn

Rafa: "Mörkin munu koma"

Rafa Benítez vill frekar horfa á jákvæðu punktana í leik Liverpool undanfarið og segir liðið hafa bætt sig mikið frá síðustu leiktíð.

Rafa:  "Ég kýs frekar að horfa á jákvæðu hliðarnar.  Við höfum haldið hreinu í fjórum leikjum í röð og það er mjög jákvætt.  Ok, við þurfum að skora mörk, en það mun koma hjá okkur.  Við vildum vinna leikinn, en þeir eru með mjög gott lið og hvorugt liðið skapaði sér mörg færi.  Á síðasta tímabili töpuðum við tvisvar fyrir þessu liði, þannig að við höfum allavega náð einu stigi núna.

Ég tel Peter Crouch hafa staðið sig vel fyrir okkur í sókninni.  Við reyndum að koma boltanum snemma á hann og reyna svo að ná fyrsta eða öðrum boltanum, en þeir eru með gott lið og góða leikmenn og stundum er ekki einfalt að brjóta þá niður.  Við reyndum að teygja á þessu og beita skyndisóknum, en eins og ég sagði, þá eru þeir með gott lið og þú þarft að eiga góðan dag og spila afar vel til að sigra þá."

Rafa var einnig spurður út í það hvort Chelsea væru nú þegar búnir að stinga af og hvort þetta hafi ekki verið frábær úrslit fyrir þá:

"Ég hef bara áhuga á mínu liði og við erum í framför.  Við erum jafnokar Manchester United og við munum halda áfram að bæta okkur."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan