| HI

Liverpool vs. Man. Utd. - tölfræði

Í leik liðanna á Anfield í fyrra sigraði United 1-0. Wayne Rooney skoraði markið í fyrri hálfleik. Unitedmenn luku leiknum einum færri þar sem Wes Brown var rekinn útaf

Ef Liverpool vinnur verður það 50. sigur liðsins á United í deildinni, en þetta verður 145. alvöru viðureign liðanna.

Liverpool hefur haldið hreinu í fyrstu þremur deildarleikjum tímabilsins. Þetta hefur ekki gerst síðan keppnistímabilið 1982-83.

Liverpool hefur aldrei haldið hreinu í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabils.

Steven Gerrard vantar tvo leiki upp á að ná 50 mörkum fyrir Liverpool í öllum keppnum.

Ekkert lið hefur skorað tvisvar gegn Liverpool síðan AC Milan gerði það í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Í þeim ellefu leikjum sem liðið hefur spilað síðan þá hefur liðið aðeins fengið á sig fimm mörk.

Liverpool er ósigraði í átta deildarleikjum á Anfield síðan United vann þar í janúar.

Liverpool er með fimm stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Þetta er næstbesta byrjun liðsins síðustu sjö árin.

Síðasti leikmaður Liverpool sem rekinn var útaf gegn United var Sami Hyypia á Old Trafford 2003.

Peter Beardsley skorað síðustu þrennu Liverpool gegn United en það var í september 1990. Leikmaður Liverpool hefur alls sex sinnum skorað þrennu gegn United. Síðasti leikmaður United til að skora þrennu gegn Liverpool var hins vegar Stan Pearson keppnistímabilið 1946-47.

Ef litið er á úrvalsdeildina hefur Liverpool unnið sjö af 26 innbyrðisleikjum liðanna. United hefur unnið 13.

Ef horft er á síðustu 10 viðureignirnar hefur hvort lið unnið fimm sinnum.

Stærsti sigur Liverpool á United á Anfield var 7-1 sigur í október 1895, en þá hét United-liðið Newton Heath. Stærsti sigur United á Liverpool er 4-1 í desember 1969.

Síðan sá leikur fór fram hefur ekkert lið náð að skora meira en þrjú mörk í deildarleik á Anfield.

Í síðustu níu deildarleikjum gegn United á Andfield hefur Liverpool aðeins einu sinni tekist að halda hreinu. Í síðustu 15 viðureignum á Anfield hefur Liverpool hins vegar aðeins einu sinni mistekist að skora.

Sami Hyypia skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool í 3-2 tapi gegn United á Anfield í september 1999.

Liðin hafa aldrei gert markalaust jafntefli í úrvalsdeildinni.

Fernando Morientes lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á Anfield gegn United á síðasta tímabili. Nú verður hann hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Sigur United á Liverpool á Anfield í fyrra var þriðji sigur liðsins í röð á þessum velli. Það hafði aldrei gerst áður.

Einungis einn leikmaður United var í byrjunarliðinu í öllum þessum sigurleikjum - Mikael Silvestre.

Ef United sigrar í leiknum verða þeir fyrsta liðið til að vinna fjóra deildarleiki í röð á Anfield síðan Arsenal afrekaði það í desember 1935.

United hefur aðeins einu sinni í síðustu níu deildarleikjum sínum á Anfield ekki náð að skora.

Byrjun United í fyrra var versta byrjun þeirra í úrvalsdeildinni. Þeir fengu aðeins sex stig úr fyrstu fimm leikjum sínum, en töpuðu síðan aðeins tveimur af næstu 26 leikjum.

Ryan Giggs hefur leikið flesta leiki í úrvalsdeildinni fyrir eitt félag. Fyrir þetta tímabil hafði hann leikið 407 leiki fyrir United. Í fyrra lék hann sinn 600. leik fyrir félagið gegn Liverpool á Old Trafford.

Mark Wayne Rooney á Anfield í fyrra var 2.000. markið sem Liverpool fékk á sig á Anfield í deildinni.

United hefur unnið fimm af síðustu sex innbyrðisleikjum liðanna.

Mikael Silvestre lék sinn fyrsta leik fyrir United á Anfield 1999.

Ruud Van Nistelrooy hefur skorað í síðustu sex deildarleikjum United. Hann hefur skorað í öllum fjórum deildarleikjum liðsins á þessu tímabili, og síðustu tveimur leikjum síðasta tímabils.

Aðeins Van Nistelrooy (fjögur) og Wayne Rooney (tvö) hafa skorað fyrir United í deildinni á þessu tímabili.

United hefur unnið alla fimmtán leikina sem Wayne Rooney hefur skoraði í fyrir félagið.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan