Antonio Barragan skorar sigurmark fyrir varaliðið
Varalið Liverpool sigraði varalið West Brom Albion 1-0 á útivelli í gærkvöldi. Spánverjinn Antonio Barragan skoraði sigurmark Liverpool snemma í seinni hálfleik. Þetta var fyrsti sigur varaliðsins á leiktíðinni í þremur leikjum.
Leikurinn var jafn til að byrja með. Bæði lið fengu nokkur færi. En það var Liverpool sem komst yfir á 51. mínútu. Florent Sinama Pongolle sendi út á vinstri kantinn á Danny Gutrie. Skot hans var varið en Antonio Barragan var fyrstur að átta sig, náði frákastinu og skoraði. Hann lék á hægri kantinum í leiknum og átti góðan leik. Þetta reyndist eina mark leiksins.
Peter Crouch sneri aftur til leiks eftir meiðsli. Hann lék síðasta hálftímann í leiknum og þótti standa sig vel. Fyrir utan hann og Antonio voru þeir Florent Sinama-Pongolle og David Raven þeir einu í liði gærkvöldsins sem eitthvað hafa spilað með aðalliðinu. Austurríksimaðurinn Besian Idrizaj lék sinn fyrsta leik með Liverpool þegar hann skipti við Florent.
Lið Liverpool var þannig skipað: Willis, Raven, Smith, Roque, O'Donnell, Peltier, Barragan, Hobbs (Mannix 79. mín.), Sinama-Pongolle (Idrizaj 60. mín.), Calliste (Crouch 63. mín.) og Guthrie. Ónotaðir varamenn: Roberts og Antwi.
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Danny O´Donnell. Miðvörðurinn sem kom til Liverpool úr áhugamannadeild átti mjög góðan leik.
-
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Jafnt í krýningarleiknum -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Væri gaman að byrja með verðlaunum!