| Stjórn Liverpoolklúbbsins
TIL BAKA
Vel heppnaður Fánadagur
Síðastliðinn sunnudag var Fánadagur Liverpool klúbbsins á Íslandi haldinn hátíðlegur á Sportbarnum Champions Café. Húsfyllir var og tókst þessi uppákoma sérlega vel og vonandi hafa allir þeir sem mættu, skemmt sér hið besta.
Það er ætlun okkar í stjórninni að reyna að halda nokkra svona daga til viðbótar víða um landið. Fyrsti Fánadagurinn var á Ölver þegar leikið var um Samfélagsskjöldinn, sá næsti var haldinn á Egilsstöðum og var þessi svo sá þriðji í röðinni.
Ýmsir leikir voru í gangi og voru verðlaunin ekki af verri endanum. Nýji varabúningur Liverpool var í fyrstu verðlaun meðlimaleiksins, og nýji æfingabúningurinn var svo í fyrstu verðlaun tippleiksins. Reebok umboðið á Íslandi sá um þá vinninga.
Champions Café var með fjölmörg tilboð af sínum matseðli, og náðu flestir að seðja hungrið og slökkva þorstann yfir leiknum. Fulltrúar nokkurra helstu stuðningsaðila klúbbsins mættu á svæðið og tóku við nýju nælu klúbbsins sem meðlimir fá senda í desember. Þeir sem náðu að mæta voru þeir Lúðvík hjá Úrval Útsýn, Sigurdór frá Champions Café og Valdimar frá Jóa Útherja. Jói Útherji var jafnframt með útibú á svæðinu.
Því miður komust ekki fulltrúar frá fleiri stuðningsaðilum okkar, sem annað hvort náðist ekki í, eða komust ekki af öðrum sökum. Viljum við þó telja þá upp hérna en þetta eru: Carlsberg umboðið, Reebok umboðið, Ölver og Prisma-Prentco.
Toppurinn var svo þegar Michael Owen kláraði daginn með góðu sigurmarki nokkrum andartökum áður en flautað var til leiksloka. Ekki mátti þá miklu muna að þakið færi af húsinu.
Vel heppnaður dagur og viljum við þakka öllum þeim sem sáu sér fært að mæta á svæðið.
Það er ætlun okkar í stjórninni að reyna að halda nokkra svona daga til viðbótar víða um landið. Fyrsti Fánadagurinn var á Ölver þegar leikið var um Samfélagsskjöldinn, sá næsti var haldinn á Egilsstöðum og var þessi svo sá þriðji í röðinni.
Ýmsir leikir voru í gangi og voru verðlaunin ekki af verri endanum. Nýji varabúningur Liverpool var í fyrstu verðlaun meðlimaleiksins, og nýji æfingabúningurinn var svo í fyrstu verðlaun tippleiksins. Reebok umboðið á Íslandi sá um þá vinninga.
Champions Café var með fjölmörg tilboð af sínum matseðli, og náðu flestir að seðja hungrið og slökkva þorstann yfir leiknum. Fulltrúar nokkurra helstu stuðningsaðila klúbbsins mættu á svæðið og tóku við nýju nælu klúbbsins sem meðlimir fá senda í desember. Þeir sem náðu að mæta voru þeir Lúðvík hjá Úrval Útsýn, Sigurdór frá Champions Café og Valdimar frá Jóa Útherja. Jói Útherji var jafnframt með útibú á svæðinu.
Því miður komust ekki fulltrúar frá fleiri stuðningsaðilum okkar, sem annað hvort náðist ekki í, eða komust ekki af öðrum sökum. Viljum við þó telja þá upp hérna en þetta eru: Carlsberg umboðið, Reebok umboðið, Ölver og Prisma-Prentco.
Toppurinn var svo þegar Michael Owen kláraði daginn með góðu sigurmarki nokkrum andartökum áður en flautað var til leiksloka. Ekki mátti þá miklu muna að þakið færi af húsinu.
Vel heppnaður dagur og viljum við þakka öllum þeim sem sáu sér fært að mæta á svæðið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins!
Fréttageymslan