| Sf. Gutt

Óheppnasti leikmaður í heimi?

Kannski fór Amara Nallo í heimsmetabækur í gærkvöldi þegar hann var rekinn af velli á móti Crystal Palace. Þetta var annar leikur hans fyrir Liverpool og hann hefur verið rekinn af velli í þeim báðum. Lygilegt!

Amara lék sinn fyrsta leik með Liverpool í janúar á þessu ári þegar hann kom inn á sem varamaður á móti PSV Eindhoven í Meistaradeildinni. Hann kom til leiks á 84. mínútu og fékk rautt spjald fjórum mínútum seinna. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu Liverpool til að vera rekinn af velli.  

Í gærkvöldi gegn Crystal Palace kom Amara inn á 67. mínútu. Hann var rekinn út af á 79. mínútu. Hann lék því í 12 mínútur.

Hvort sem Amara fór í heimsmetabækur eða fyrir rauða spjaldið í gærkvöldi þá hlýtur hann að vera einn óheppnasti leikmaður í heimi!

Amara Nallo

Amara Nallo er fæddur í London 18. nóvember 2006. Hann ólst upp hjá West Ham United en kom til Liverpool sumarið 2023. Hann spilar sem miðvörður. Amara hefur leikið með undir 18 og undir 19 ára landsliðum Englands.  

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan