| Sf. Gutt

Verðum að leggja harðar að okkur!

Andrew Robertson segir að leikmenn Liverpool verði að leggja harðar að sér til að komast út úr þeim ógöngum sem liðið hefur verið í að undanförnu. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir tapið fyrir Brentford. 

,,Við verðum að leggja harðar að okkur. Flóknara er það ekki. Við verðum að leggja harðar að okkur á æfingum og í leikjum. Eins þurfum við að hvíla okkur og ná betur aftur kröftum eftir leiki."

,,Hjá þessu knattspyrnufélagi eru gerðar kröfur um að vinna leiki. Stuðningsmenn okkar fylgja okkur hvert á land sem er. Ég er handviss um að stór hluti af þeim var líka í Frankfurt. Þeir eyða stórfé í að mæta á leiki og styðja okkur."

,,Þetta eru erfiðir tímar. Við verðum að leggja harðar að okkur. Það er eina leiðin til að koma okkur út briminu. Hlaupa aðeins hraðar. Fara aðeins betur með okkur eftir leiki. Þetta verðum við að gera því úrslitin í síðustu fimm sex leikjum hafa verið óásættanleg. Við erum þeir einu sem getum okkur út úr þessum ógöngum."

Allt rétt og satt hjá Skotanum. Nú er að láta verkin tala!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan