| Sf. Gutt

Alisson meiddur

Alisson Becker fór meiddur af velli í Tyrklandi þegar Liverpool tapaði þar á móti Galatasaray. Hann verður úr leik í nokkrar vikur. Ekki er vitað hversu margar á þessu stigi málsins. 

Alisson tognaði aftan í læri. Það hefur gerst áður og missti hann til dæmis nokkrar vikur úr af þeim sökum á síðasta keppnistímabili. Brasilíumaðurinn virðist veikur fyrir hvað svona meiðsli varðar. 

Goergíumaðurinn Giorgi Mamardashvili tók stöðu Allison í Tyrklandi og verður á milli stanganna að sinni. Hann er reyndur markmaður og á að geta skilað stöðunni vel. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan