Úr leik!

Deildarbikarvonir Liverpool eru úr sögunni eftir slæmt tap á heimavelli fyrir Crystal Palace. Reyndar mátti búast við öllu miðað við liðsuppstillingu Liverpool og það kom á daginn.
Arne Slot gerði tíu breytingar frá tapinu fyrir Brentford á laugardagskvöldið. Milos Kerkez var sá eini sem hélt stöðu sinni. Fjórir unglingar komu inn í byrjunarliðið og á varamannabekknum voru einungis unglingar. Aðeins þrír höfðu leikið fyrir aðalliðið. Það var svo sem skiljanlegt að liðinu var breytt því sex leikmenn voru meiddir eða tæpir. Lið Crystal Palace var skipað flestum af sterkustu mönnum sem völ var á.
Liverpool byrjaði reyndar býsa vel í grenjandi rigningu og var síst lakari aðilinn. Eftir rétt rúman stundarfjórðung lék inn frá vinstri og átti gott bogaskot sem fór rétt framhjá fjærstönginni. Á 28. mínútu átti Federico Chiesa skot úr heldur þröngu færi vinstra megin en markmaður Palace varði.
Liverpool gekk illa í síðari hálfleik. Palace hélt sínu og varamenn Liverpool voru alltof ungir og óreyndir til að breyta stöðunni þó þeir gerðu sitt besta.
Á 79. mínútu mátti segja að úrslitin hefðu endanlega ráðist þegar varamaðurinn Amara Nallo var rekinn af velli eftir að hafa brotið á leikmanni sem var að sleppa í gegn. Annar leikur hans í aðalliði Liverpool og rekinn út af í bæði skiptin. Lygilegt!
Þegar tvær mínútur voru eftir komst Yéremy í gott færi og skoraði af öryggi. Liverpool úr leik í Deildarbikarnum og sjötta tapið í sjö leikjum bláköld staðreynd!
Liverpool spilaði lengst af vel í fyrri hálfleik en mörkin tvö undir lok hálfleiksins breyttu leiknum algjörlega. Vissulega mátti búast við erfiðum leik þegar uppstillingar liðanna voru gerðar ljósar. Því fór sem fór.
Maður leiksins: Federico Chiesa barðist eins og ljón í framlínu Liverpool en allt kom fyrir ekki.
Áhorfendur á Anfield Road: 60.420.
Fróðleikur
- Þeir Freddie Woodman, Kieran Morrison og Wellity Lucky léku í fyrsta sinn fyrir aðallið Liverpool.
- Amara Nallo fékk rautt spjald í öðrum leik sínum með Liverpool. Alveg eins og í þeim fyrsta!
- Liverpool hefur ekki unnið Crystal Palace á Anfield Road frá því haustið 2021.
- Alls voru 60.420 áhorfendur á leiknum. Það er metfjöldi á Deildarbikarleik á Anfield.
- 
                         | Sf. Gutt
 Óheppnasti leikmaður í heimi?
- 
                         | Sf. Gutt
 Verðum að leggja harðar að okkur!
- 
                         | Sf. Gutt
 Jeremine Frimpong meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Vildi sýna öllum virðingu
- 
                         | Sf. Gutt
 Alisson meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Curtis með met!
- 
                         | Sf. Gutt
 Stórsigur í Þýskalandi!
- 
                         | Sf. Gutt
 Ryan Gravenberch meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Meiðslafréttir
- 
                         | Sf. Gutt
 Jafnt í fyrsta leik ársins

