| Sf. Gutt

Jeremine Frimpong meiddur

Jeremine Frimpong fór út af meiddur á móti  Eintracht Frankfurt. Hann tognaði aftan í læri og verður eitthvað frá. Venjulega eru menn tvær til þrjár vikur frá vegna slíkra meiðsla. 

Ef minnið heldur er þetta í annað sinn sem Jeremine tognar aftan í læri eftir að hann kom til Liverpool. Það er hið versta mál ef hann nær sér ekki góðum af þess háttar meiðslum. 

Hollenski landsliðsmaðurinn hefur ekki fyllilega náð sér á strik eftir að hann kom til Liverpool. Hann kemur vonandi sterkur til baka úr þessum meiðslum. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan