| Sf. Gutt

Vildi sýna öllum virðingu

Hugo Ekitike sagðist hafa viljað sýna öllum hjá Eintracht Frankfurt virðingu. Þess vegna fagnaði hann ekki markinu sínu sem hann skoraði gegn gamla félaginu sínu. 

,,Þetta var frábær tilfinning. Það var auðvitað mjög gaman að koma aftur hingað. Eiginlega eins og að koma heim því ég þekki alla hérna. Þetta var mjög merkilegur leikur fyrir mig. En auðvitað var sigurinn líka mjög mikilvægur. Svo bættist við að ég skoraði fyrsta mark mitt í Meistaradeildinni. Ég er virkilega ánægður."

Hugo skoraði fyrsta mark leiksins. Þó markið hafi verið gleðilegt fagnaði hann ekki af virðingu við gamla félagið sitt. Hann útskýrði það svona eftir leikinn. 

,,Ég ber svo mikla virðingu fyrir félaginu. Hjá félaginu varð ég sá leikmaður sem ég er núna. Ég væri ekki hérna ef ég hefði ekki komið til Frankfurt. Ég kom hingað og vildi sýna öllum virðingu. Ég er þakklátur félaginu fyrir allt sem það gerði fyrir mig. Ég tek allt það góða með mér sem fékk í nesti héðan. Gildin sem þau kenndu mér mun ég nota mér um alla framtíð."

Hugo Ekitike hefur byrjað vel á ferli sínum með Liverpool. Hann er nú þegar búinn að skora sex mörk.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan