| Sf. Gutt

Bobby saknar vinar í stað

Bobby Firmino fylgist ennþá með Liverpool. Hann segist sakna vinar síns Mohamed Salah. Hann segist stoltur af vini sínum og afrekum hans. Roberto hafði þetta að segja í viðtali. 

,,Ég samgleðst Liverpool og eins gleðst ég yfir afrekum Mo Salah. Ég sakna Mo. Ef hann er að horfa á mig núna þá vil ég að hann viti að ég er virkilega stoltur af honum og vináttu okkar!"

Roberto lék með Liverpool frá 2015 til 2023. Þá fór hann til Al-Ahli í Sádi Arabíu. Í sumar söðlaði hann um og gekk til liðs við Al Sadd í Katar.

Núna í vor vann Al-Ahli stærstu keppni félagsliða í Asíu sem flokka mætti í sama flokk og Meistaradeildina í Evrópu. Al-Ahli vann japanska liðið Kawasaki Frontale 2:0 í úrslitaleik. Roberto var fyrirliði Al-Ahli í leiknum. Roberto hefur þar með unnið stærstu knattspyrnukeppni Asíu og Evrópu. Svo má ekki gleyma að hann vann Heimsmeistarakeppni félagsliða með Liverpool 2019.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan