| Sf. Gutt

Tveir fá frí frá landsleikjum

Landsleikir eru nú framundan næstu vikuna eða svo. Tveir leikmenn Liverpool fá frí frá landsleikjum í þetta skiptið. Það er í sjálfu sér ekki svo slæmt.

Um er að ræða þá Wataru Endo og Vitezslav Jaros. Japaninn kom inn sem varamaður undir lok leiks Liverpool við Chelsea en hann er nú eitthvað meiddur. Sama má segja um tékkkneska markmanninn. Hann er núna í láni hjá Ajax. Hingað til er hann búinn að spila alla leiki hollenska liðsins á leiktíðinni. 

Talið var að Andrew Robertson og Ibrahima Konaté myndu kannski missa af landsleikjum vegna meiðsla. Ibrahima fór af velli á móti Chelsea þar sem hann fann fyrir einhverjum eymslum. Eins var talið að Andrew hefði orðið fyrir meiðslum í leiknum. En hvernig sem það var þá eru þeir í landsliðshópum þjóða sinna. Það verður vonandi passað upp á þá þannig að þeir komi heilir heim.

Reiknað haðfi verið með því að Federico Chiesa myndi verða valinn í ítalska landsliðið en svo var ekki. Reyndar var það ekki vegna meiðsla sem hann var ekki valinn. Gennaro Gattuso, þjálfari Ítala, sagði að Federico hefði ekki verið valinn af því hann teldi sig ekki vera alveg í toppstandi. Gennarao ákvað þá að sýna skynsemi og velja Federico ekki.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan