Landsleikjafréttir
Undankeppni Heimsmeistarakeppninnar þokast áfram. Nú er annar hluti landsleikjahausthrotunnar í fullum gangi. Hrotan er nú hálfnuð.
Í gærkvöldi vann Ungverjaland 2:0 sigur á Armeníu. Dominik Szoboszlai þótti besti maður vallarins.
Portúgal marði Írland 1:0. Ruben Neves skoraði sigurmarkið í viðbótartíma. Áður hafði Caoimhin Kelleher, fyrrum leikmaður Liverpool, varið víti frá Cristiano Ronaldo.
Alexis Mac Allister kom inn sem varamður þegar Argentína vann Venesúela 1:0. Þetta var vináttuleikur.
Á föstudagskvöldið vann Þýskaland granna sína frá Lúxemborg 4:0. Florian Wirtz þótti spila vel í þýska liðinu.
Í sama riðli unnu Norður Írar Slóvaka 2:0. Fyrirliðinn Conor Bradley stóð fyrir sínu hjá Norður Írum.
Alexander Isak var fyrirliði Svía sem töpuðu 0:2 heima fyrir Sviss.
Hugo Ekitike var í fyrsta sinn í byrjunarliði Frakka. Frakkar unnu Aserbaísjan 3:0. Ibrahima Konaté var varamaður.
Sadio Mané, fyrrum leikamður Liverpool, skoraði eitt marka Senegal sem vann Suður Súdan 0:5.
Í fimmtudagsleikjunum kom Cody Gakpo mikið við sögu þegar Holland vann öruggan 0:4 sigur á Möltu. Hann skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum. Þrír aðrir leikmenn Liverpool, Virgil van Dijk, Ryan Gravenberch og Jeremie Frimpong, voru í hollenska liðinu.
Andrew Robertson var seigur í í liði Skotlands sem vann Grikkland 3:1 á Hampden Park í Glasgow. Ben Doak, fyrrum leikmaður Liverpool, hóf leikinn. Kostas Tsimikas spilaði með Grikkjum og kom þeim yfir. Þetta var fyrsta landsliðsmark hans.
England og Wales mættust í vináttuleik á Wembley í London. Tveir fyrrum leikmenn Liverpool voru í enska landsliðinu. Jordan Henderson kom inn sem varmaður en Jarell Quansah var á bekknum. Lewis Koumas kom inn sem varamaður hjá Wales. Hann er nú í láni hjá Birmingham City. Harry Wilson og Neco Williams, uppeldissynir Liverpool, byrjuðu leikinn fyrir Wales. Neco, sem leikur með Nottingham Forest, lék sinn 50. landsleik. Hann hefur skorað fjögur landsliðsmörk. Vel gert hjá honum. Þess má geta að Harry er búinn að spila 65 landsleiki og skorað 14 mörk.
Landsleikjahrotan fór af stað á miðvikudaginn. Þá tryggði Egyptaland sér sæti á HM með því að vinna góðan 0:3 útisigur í Djibútí. Mohamed Salah skoraði tvö af mörkum Egypta.
-
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian! -
| Sf. Gutt
Tveir fá frí frá landsleikjum -
| Sf. Gutt
Bobby saknar vinar í stað -
| Sf. Gutt
Torvelt í Tyrklandi! -
| Sf. Gutt
Lagt upp flest færi! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bill Shankly -
| Sf. Gutt
Federico Chiesa bætt í hópinn