| Sf. Gutt

Hefði betur þagað!

Nú þegar tíu ár eru liðin frá komu Jürgen Klopp til Liverpool má rifja upp góða sögu um þegar Þjóðverjinn leitaði ráða hjá Alex Ferguson fyrrum framkvæmdastjóra Manchester United. Jürgen spurði Alex hvort hann héldi að hann myndi getað spjarað sig á Englandi. Alex segir svo frá.

,,Hann spurði  mig hvort ég héldi að hann gæti spjarað sig á Englandi. Eins hvort ég teldi hvort það væri snjallt fyrir hann að fara þangað? Ég gaf honum það ráð, og það er ráð sem ég myndi gefa öllum þeim útlendingum sem væru að spá í þetta sama, að velja sér félag sem hefði mikinn metnað, sterkan stuðningsmannahóp og merka sögu. Þetta er reyndar allt frekar augljóst. Ef þú býrð yfir hæfileikum, sem hann var búinn að sýna hjá Dortmund, þá ertu þar með búinn að taka skref sem er mikil áskorun."

,,Á þessum tímapunkti vissi ég ekkert hvað hann var að hugsa. Ég veit ekki einu sinni hvort hann vissi það sjálfur. En ári seinna var hann kominn til Anfield. Ég hefði betur þagað!"

Svo mörg voru orð Alex Ferguson. Hver veit nema þessi orð hans hafi styrkt Jürgen í að ganga til liðs við Liverpool þegar kom að því að taka ákvörðun?

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan