| Sf. Gutt

Torvelt í Tyrklandi!

Tap Liverpool fyrir Galatasaray í Tyrklandi þurfti ekki endilega að koma á óvart. Liverpool hefur nefnilega gengið mjög illa gegn tyrkneskum liðum í Tyrklandi.

Liverpool hefur nú leikið sjö Evrópuleiki í Tyrklandi. Liðið hefur aðeins unnið einn af leikjunum sjö, gert eitt jafntefli og tapað fimm. Reyndar var eitt tapið í vítaspyrnukeppni eftir jafntefli.

Eini sigur Liverpool í Tyrklandi kom í ágúst 2010 á valdatíð Roy Hodgson. Liverpool vann þá 1:2 sigur á Trabzonspor. Fyrra mark Liverpool var sjálfsmark en Dirk Kuyt skoraði það seinna.  

Samt hefur Liverpool unnið tvo titla í Tyrklandi. Fyrst skal auðvitað telja Kraftaverkið í Istanbúl þegar Liverpool vann Evrópubikarinn eftir vítaspyrnukeppnissigur gegn AC Milan 2005. Liverpool vann svo Stórbikar Evrópu 2019 eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan