| Sf. Gutt

Hefur engar áhyggjur af Florian!

Florian Wirtz hefur ekki ennþá fundið sig hjá Liverpool. Fjölmiðlamenn telja sumir að kaupin á honum séu mislukkuð.Þýska goðsögnin Rudi Völler hefur engar áhyggjur af landa sínum og er viss um að hann eigi eftir að láta að sér kveða í ensku knattspyrnunni.

,,Florian á bara að halda ró sinni. Ég hef engar áhyggjur af honum. Hann á eftir að sýna Englendingum hvað í honum býr. Florian er að spila í nýrri deild og það er eðlilegt að það taki hann tíma að aðlagast henni. Það tekur flesta knattspyrnumenn tíma að ná áttum í nýju umhverfi."

,,Florian býr yfir miklum hlaupakrafti og knattspyrnuhæfileikum. Þess vegna efast ég ekki um að hann eigi eftir að komast í gang og láta til sín taka."

Rudi þekkir Florian mjög vel. Rudi starfaði lengi hjá Bayer Leverkusen þar sem Florian spilaði. Hann vinnur nú hjá Þýska knattspyrnusambandinu og hann fylgist því áfram vel með Florian.

Vonandi hefur Rudi Völler rétt fyrir sér. Í það minnsta eru fáir sem þekkja Florian og hæfileika hans betur en Rudi.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan