| Sf. Gutt

Goðsagnirnar unnu!

Goðsagnalið Liverpool gerði betur en aðallið Liverpool og lagði Chelsea að velli 0:1 á Stamford Bridge. Liverpool endurtók þar með leikinn eftir að hafa unnið 2:0 þegar liðin mættust á Anfield Road fyrr á árinu.

Fyrir leikinn var þeirra Matt Beard, Joey Jones, Diogo Jota og Andre Silva minnst. Matt var auðvitað þjálfari kvennaliðs Liverpool en hann þjálfaði líka hjá Chelsea. Joey spilaði bæði með Liverpool og Chelsea. 

Chelsea sótti meira og fékk betri færi. En Liverpool skoraði eina markið í leiknum þegar stutt var til leiksloka. Jermaine Pennant tók rispu fram og kom boltanum á Ryan Babel. Hollendingurinn lék sig í skotstöðu í vítateignum og skoraði örugglega. Hann heiðraði minningu Diogo Jota með því að fagna með einu af fögnum hans. Fallega gert hjá Ryan að heiðra Diogo á þennan hátt. Góður sigur en tilgangur leiksins skipti öllu.  

Liverpool: Reina (Westerveld 65’, Kirkland 88’), Kelly, Skrtel, Klavan, Vignal (Gonzalez 90’), Aurelio, Spearing, Biscan (Henchoz 60’, McAteer 75’), Benayoun (Gonzalez 46’, Benayoun 80’), Babel (Dowie 60’, Babel 80’) og Sinama-Pongolle (Pennant 46’).

Liðstjórar: Phil Thompson, Sammy Lee, Ian Rush og John Aldridge. 

Áhorfendur á Stamford Bridge: 30.076.

Allur ágóði leiksins rennur til góðgerðasamtaka Chelsea og Liverpool. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan