| Sf. Gutt

Af Gullboltanum

Tilkynnt var um niðurstöðu í kjöri Gullboltans í síðustu viku. Liverpool átti nokkrar tilnefningar í kjörinu um þennan merka verðlaunagrip. 

Mohamed Salah náði hæst í kjörinu, af leikmönnum Liverpool, en hann varð í fjórða sæti. Alexis Mac Allister var númer 22 og Virgil Van Dijk 28. Í næsta sæti á eftir Virgil var Florian Wirtz en hann var auðvitað leikmaður Bayer Leverkusen á þeim tíma sem kjörið náði yfir. Ousmane Dembélé leikmaður Paris Saint Germain hlaut Gullboltann.   

Alisson Becker var í flokki þeirra sem tilnefndir voru til Yachine bikarsins sem veittur er markmanni ársins. Hann varð í öðru sæti á eftir Gianluigi Donnarumma markmanni Paris Saint Germain sem vann verðlaunin í annað sinn. Alisson fékk verðlaunin 2019.  

Arne Slot var tilnefndur sem Þjálfari ársins. Hann lenti í fjórða sæti. Luis Enrique þjálfari Paris SG hlaut verðlaunin.

Liverpool var tilnefnt í flokknum Karlalið ársins. Paris Saint Germain varð fyrir valinu. Liðið sigraði í deild og bikar í Frakklandi og vann svo Evrópubikarinn að auki. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan