| Sf. Gutt

Federico Chiesa bætt í hópinn

Federico Chiesa hefur verið bætt í liðshóp Liverpool fyrir Meistaradeildina. Hann var ekki í upphaflega hópnum en þegar landi hans Giovanni Leoni meiddist losnaði sæti og Federico fékk það.

Federico Chiesa er búinn að standa sig vel það sem af er leiktíðar. Hann er búinn að skora tvö mörk og leggja upp tvö önnur í aðeins sex leikjum.

Ítalinn náði ekki inn í liðshóp Liverpool fyrir Tyrklandsferðina í leikinn á móti Galatasaray. Hann á við lítilsháttar meiðsli að stríða. Hugsanlega verður hann leikfær á móti Chelsea á laugardaginn.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan