Meistaradeildin að byrja
Meistaradeild Evrópu er að byrja. Liverpool hefur leik á móti spænska liðinu Atletico Madrid. Að venju verður örugglega erfitt að eiga við liðið sem sló Liverpool út úr keppninni á leiktíðinni 2019/20.
Liverpool hafði tvívegis betur á móti spænska liðinu í riðlakeppninni á keppnistímabilinu 2021/22. Liverpool vann þá 2:3 í Madríd og 2:0 á Anfield. Diogo Jota skoraði fyrra markið í þeim leik og Sadio Mané það seinna. Diogo, og André bróður hans, verður minnst fyrir leikinn annað kvöld en Diogo var á mála hjá Atletico á leiktíðinni 2016/17. Hann spilaði þó aldrei með liðinu.
Liverpool náði síðbúnum útisigri á móti Burnley á sunnudaginn. Hafi sá leikur verið erfiður verður leikurinn við Atletico mikil þolraun. Allir vita að liðið hans Diego Simeone gefst aldrei upp.
Liverpool hefur flesta sína menn reiðubúna. Alexis Mac Allister fór af velli í hálfleik í Burnley eftir harða tæklingu en ætti að vera tilbúinn. Curtis Jones er ekki leikfær frekar en í síðasta leik. Stefan Bajcetic er líka meiddur.
Allt útlit er á að Svíinn Alexander Isak komi við sögu í fyrsta sinn fyrir Liverpool. Það verður spennandi að sjá til hans í Liverpool búningnum.
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður