Búið að dagsetja Evrópuleikina
Búið er að dagsetja leiki Liverpool í Meistaradeildinni. Nú eru minnst átta leikir framundan þar til útsláttarkeppnin tekur við. Forkeppnin nær fram í janúar. Hér að neðan eru leikirnar með dagsetningum.
Miðvikudag 17. september. Liverpool v Atletico Madrid.
Þriðjudagur 30. september. Galatasaray v Liverpool.
Miðvikudagur 22. október. Eintracht Frankfurt v Liverpool.
Þriðjudagur 4. nóvember. Liverpool v Real Madrid.
Miðvikudagur 26. nóvember. Liverpool v PSV Eindhoven.
Þriðjudagur 9. desember. Inter Milan v Liverpool.
Miðvikudagur 21. janúar. Marseille v Liverpool.
Miðvikudagur 28. janúar. Liverpool v Qarabag.
Þetta eru átta leikir. Í riðlakeppninni eins og hún var lögð upp árum saman voru leiknir sex leikir. Þetta fyrirkomulag er því lengra sem nemur tveimur leikjum. Svo bætast tveir leikir við hjá þeim liðum sem enda utan við átta efstu sætin í þeirri deildarkeppni sem nú hefur verið hönnuð. Þau þurfa að fara í gegnum umspil til að berjast um átta síðustu sætin fyrir 16 liða úrslitin. Átta lið þurfa því að spila tíu leiki til að komast í 16 liða úrslit. Ekki er verið að hugsa um álag á leikmönnum frekar en fyrri daginn!
Liverpool vann deildarkeppnina í Meistaradeildinni á síðasta keppnistímabili. Það yrði sannarlega magnað ef það myndi takast aftur. En öllu skiptir að ná einu af efstu átta sætunum til að spara krafta sem nemur tveimur leikjum. Það munar um minna!
-
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!