Harvey Elliott lánaður
Harvey Elliott var lánaður frá Liverpool á mánudaginn. Hann leikur með Aston Villa það sem eftir er af leiktíðinni og kemur líklega ekki aftur til Liverpool. Þó á Liverpool möguleika á að fá hann aftur til félagsins næsta sumar með svonefndum endurkaupsrétti.
Þetta er sem sagt lánssamningur með kaupskilyrði. Ef Liverpool nýtir sér ekki endurkaupsréttinn verður Aston Villa að kaupa Harvey. Liverpool fær um 35 milljónir sterlingspunda frá Aston Villa þegar salan til Villa gengur í gegn að ári. Í samningnum er líka ákvæði um að Liverpool fái hlutfall af söluverði þegar og ef Aston Villa selur hann á komandi árum.
Harvey er 22. ára. Hann kom frá Fulham sumarið 2019 og hefur síðan verið með allra efnilegustu leikmönnum Liverpool. Á leiktíðinni 2020/21 varð hann í láni hjá Blackburn Rovers og stóð sig frábærlega. Hann fékk minna hlutverk í liði Liverpool eftir að Arne Slot tók við. Honum fannst því rétt að taka tilboði Aston Villa.
Harvey var frábær á Evrópumóti undir 21. árs í sumar og var valinn besti maður mótsins. Hann skoraði fimm mörk og lék lykilhlutverk í enska liðinu sem vann mótið.
Hingað til hefur Harvey Elliott leikið 149 leiki með Liverpool. Hann er búinn að skora 15 mörk og leggja upp 17. Ekki er líklegt að það bætist við þessar tölur. En það verður ekki fyrr en á næsta ári sem ferli hans lýkur formlega hjá Liverpool. Það verður áhugavert að sjá hvernig honum vegnar hjá Aston Villa til vorsins.
Harvey Elliott hefur haldið með Liverpool frá barnæsku. Með því að komast til Liverpool rættist draumur sem hann átti og það eru vonbrigði fyrir hann að geta ekki verið lengur hjá uppáhaldsliðinu sínu. En þeir eru ekki margir sem fá drauminn um að spila með liðinu sínu uppfylltan og vinna titla! Harvey náði því og það verður ekki af honum tekið!
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool