| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir

Í kvöld lauk fyrri hluta landsleikjahrinunnar sem nú stendur yfir. Leikið er um sæti á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Ameríku.  

Ungverjar sóttu Íra heim í Dublin í kvöld. Ungverjar komust í 0:2 en misstu mann af velli með rautt spjald. Írum óx ásmegin við það og náðu að jafna. Dominik Szoboszlai og Milos Kerkez voru í ungverska liðinu. Caoimhin Kelleher var í marki Íra.

Í gærkvöldi lék Hugo Ekitike lék sinn fyrsta aðallandsleik í útileik á Úkraínu. Ibrahima Konaté var í vörn Frakka sem unnu 0:2.

Í sama riðli vann Ísland stórsigur 5:0 á Aserbaísjan. Guðlaugur Victor Pálsson, fyrrum lærlingur hjá Liverpool, skoraði fyrsta markið.  

Mohamed Salah bætti í markasafn sitt fyrir Egyptaland sem vann Eþíópu 2:0. Mohamed skoraði úr víti.

Andrew Robertson þótti eiga mjög góðan leik með Skotum sem gerðu markalaust jafntefli við Dani í Kaupmannahöfn.

Í fyrrakvöld unnu Norður Írar 1:3 í Lúxemborg. Conor Bradley var í liði Norður Íra.

Þjóðverjar eru í sama riðli. Þeir töpuðu 2:0 í Slóvakíu. Florian Wirtz var í þýska liðinu.

Holland mætti Póllandi á heimavelli. Leiknum lauk 1:1. Virgil van Dijk, Cody Gakpo og Ryan Gravenberch spiluðu með Hollandi.

Giorgi Mamardashvili stóð í marki Georgíu í 2:3 heimatapi fyrir Tyrklandi.

Allison Becker hélt hreinu  þegar Brasilía vann Síle 3:0 Rio de Janeiro. Brasilía hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar 2026. 

Rio Ngumoha og Trey Nyoni eru í undir 19 ára liði Englands. Rio lék sinn fyrsta landsleik í þeim aldursflokki. 

Jayden Danns er í undir 20 ára liði Englands. Hann skoraði í 2:1 tapi fyrir Ítalíu. Jayden er fyrirliði liðsins.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan