| Sf. Gutt

Cody Gakpo gerir nýjan samning!

Í lok ágúst gerði Hollendingurinn Cody Gakpo nýjan samning við Liverpool. Það er auðvitað hið besta mál enda er hann búinn að reynast stórvel hjá Liverpool eftir að kom til félagsins frá PSV Eindhoven í janúar 2023. Þessi nýi samningur gildir til næstu ára.

Cody segir aðalmarkmið sitt vera að bæta sig á hverju einasta ári. Eins hefur hann sett stefnu á að vinna fleiri titla með Liverpool. 

Cody Gakpo er búinn að spila 132 leiki með Liverpool. Hann hefur skorað 42 mörk og átt 16 stoðsendingar. Hann vann Deildarbikarinn með Liverpool 2024 og varð svo Englandsmeistari núna í vor. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan