| Sf. Gutt

Enn þokast Mohamed Salah upp listann!

Sigurmark Mohamed Salah í Burnley í gær færði hann upp um eitt sæti á markalistanum í Úrvalsdeildinni. Hann er nú fjórði markahæsti leikmaður efstu deildar á Englandi frá því 1992. Markið á móti Burnley var númer 188 hjá Kónginum frá Egyptalandi. Hér að neðan er listinn yfir fimm markahæstu menn í sögu Úrvalsdeildarinnar. 

1. Alan Shearer - 260 mörk í 441 leik.

2. Harry Kane - 213 mörk í 320 leikjum. 

3. Wayne Rooney - 208 mörk í 491 leik. 

4. Mohamed Salah - 188 mörk í 305 leikjum.

5. Andy Cole - 187 mörk í 414 leikjum. 

Sé horft á listann er áhugavert að Mohamed og Harry skera sig nokkuð úr ef miðað er við hversu fáa leiki þeir þurftu miðað við hina þrjá. Magnaður árangur!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan