| Sf. Gutt

Af lánsmönnum

Hér verður gerð grein fyrir þeim ungliðum Liverpool sem hafa verið sendir í lán á þessu keppnistímabili. Um er að ræða níu leikmenn.

Markmaðurinn Vitezslav Jaros verður í láni hjá Ajax á leiktíðinni. Tékkinn spilaði tvo leiki með Liverpool á síðasta keppnistímabili. 

Annar markmaður, Harvey Davies, var líka lánaður. Hann verður hjá Cawley Town sem leikur í fjórðu efstu deild. 

Owen Beck

Owen Beck verður í láni hjá Derby County. Derby er í næst efstu deild. Hann var hjá Blackburn Rovers á síðasta keppnistímabili og þótti spila mjög vel.  

Isaac Mabaya fór til Wigan Athletic. Hann spilaði einn leik með aðalliði Liverpool á síðasta keppnistímabili. 

Luca Stephenson sneri aftur til Dundee United. Hann var þar á síðustu leiktíð og var valinn besti ungi leikmaður félagsins. Luca stóð sig vel á undirbúningstímabilinu með aðalliðinu. 

Veilsverjinn Lewis Koumas spilar með Birmingham City sem vann sér sæti í næst efstu deild í vor. Hann var í landsliðshóp Wales núna í landsleikjahrotunni. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir Wales. Lewis var í láni hjá Stoke City á síðustu leiktíð og stóð sig vel. Lewis lék einn leik með Liverpool á þarsíðustu leiktíð og skoraði í honum. 

James McConnell verður hjá Ajax eins og Vitezslav Jaros. James gerði nýjan samning við Liverpool áður en hann fór í lán. Hann hefur spilað 13 leiki með Liverpool. 

James Norris var lánaður til Shelborne á Írlandi. Hann var áður í láni hjá Tranmere Rovers.  

James Balagizi leikur með Forest Green Rovers á nýbyrjaðri leiktíð. Liðið er í fimmtu efstu deild.  

Vonandi ná þessir leikmenn að láta að sér kveða hjá lánsliðum sínum. Það skiptir miklu máli fyrir framtíð þeirra. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan