| Sf. Gutt

Áhættunnar virði!

Sigurmark Dominik Szoboszlai beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal vakti skiljanlega mikla athygli enda með allra fallegustu mörkum. Hann sagðist hafa tekið áhættu með skotinu því hann hafi ekki verið æfa svona langskot upp á síðkastið. 

,,Við höfum til lánsins haft svolítinn tíma til að æfa aukaspyrnur eftir að leiktíðin hófst. Þetta var auðvitað langt færi og þess vegna ákvað ég að taka svolitla áhættu. Ég hefði trú á að ég gæti náð góðu skoti og ákvað að reyna að skjóta beint á markið. Loksins tókst mér að skora af svona löngu færi. Það er langt síðan ég hef skorað af álíka færi. Maður er þó alltaf að æfa sig. Á meðan Trent var hérna tók hann aukaspyrnurnar sem gáfust af svona færi.
Hann er líka með ótrúlega góða skottækni. En núna var röðin komin að mér að spreyta mig og það tókst fullkomlega."

Dominik var búinn að skoða staðsetningar David Raya markmanns Arsenal í aukaspyrnum. Hann sagðist hafa verið búinn að skoða fullt af myndbrotum með David. 

,,Ef satt skal segja þá hef ég ekki æft svona skot síðustu vikurnar. Við höfum verið að æfa skot af styttra færi. Það þarf öðruvísi tækni ef færið er styttra. Ég varð því að taka áhættu og skjóta aðeins fastar. Ég vissi að Raya vill gjarnan vera fyrir aftan varnarvegginn og skutla sér þaðan. Hann er alveg ótrúlegur markmaður svo ég hugsaði með mér að hann myndi verja ef skotið væri of innarlega. Ég var búinn að skoða fullt af myndbrotum með honum."

Þetta var allt rétt reiknað út hjá Ungverjanum. Hann skaut eins utarlega og hann gat. Skotið fór eins nærri stönginni og hægt var. Meira segja í stöng og inn. Slík skot eru auðvitað óverjandi!

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan