Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins!
Mohamed Salah var valinn Leikmaður mánaðarins fyrir febrúar í kjöri Úrvalsdeildarinnar. Þetta er í annað sinn sem hann hefur fengið þessa viðurkenninga á þessu keppnistímabili. Hann varð líka fyrir valinu sem besti leikmaðurinn fyrir nóvember.
Mohamed átti þátt í tíu mörkum í febrúar. Hann skoraði sex deildarmörk og lagði upp fjögur. Að auki skoraði hann eitt og lagði upp annað í Deildarbikarnum í mánuðinum.
Þess má geta að Mohamed var líka valinn besti leikmaðurinn í febrúar af stuðningsmönnum. Þetta var í 14. sinn sem hann fær þá viðurkenningu.
Þetta er í sjöunda sinn sem Mohamed Salah hefur verið kjörinn Leikmaður mánaðarins í Úrvalsdeildinni eftir að hann kom til Englands. Hann er nú jafn þeim Sergio Aguero, Manchester City og Harry Kane, Tottenham Hotspur, með flestar viðurkenningar af þessu tagi. Sannarlega magaður árangur!
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool