Landsleikjafréttir
Mars landsleikjahrotan er að baki. Hér er allt sem snertir Liverpool úr seinni hluta hrotunnar. Á mánudagskvöldið var leikið í forkeppni heimsmeistarakepnninnar. Úrslitakeppni HM 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
England vann Lettland 3:0 á Wembley. Curtis Jones kom inn á sem varamaður. Jarell Quansah var á bekknum.
Wales gerði 1:1 jafntefli í Norður Makedóníu. Lewis Koumas var varamaður.
Í Afríkuundankeppninni lék Egyptaland við Síerra Leóne í Kaíró á þriðjudaginn. Mohamed Salah lék með heimamönnum sem unnu 1:0.
Í Asíuforkeppninni gerðu Japan og Sádi-Arabía gerðu markalaust jafntefli. Wataru Endo var á miðjunni hjá Japan. Ef rétt er skilið er Japan komið með farseðil á HM.
Í forkeppni Suður Ameríku lék Úrúgvæ í Bólivíu. Liðin skildu án marka. Darwin Núnez lék seinni hálfleikinn.

Heimsmeistarar Argentínu unnu öruggan 4:1 sigur á Brasilíu. Alexis Mac Allister lék mjög vel og skoraði þriðja mark Argentínu. Það mun hafa verið fjórða landsliðsmark hans. Argentína er komið áfram á HM.
Luis Díaz skoraði strax á fyrstu mínútu þegar Kólumbía fékk Paragvæ í heimsókna. Leiknum lauk 2:2. Luis, sem þótti bestur á vellinum, skoraði í báðum landsleikjunum. Það lofar vonandi góðu fyrir Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur

