Mohamed Salah sló metið!
.jpg)
Fyrir leik Liverpool við Aston Villa á miðvikudagskvöldið á Villa Park lá fyrir að Mohamed Salah gæti slegið met. Metið fólst í því að verða fyrstur leikmanna Liverpool til að skora 15 deildarmörk á útivöllum á sömu sparktíðinni. Það gekk eftir!

Mohamed skoraði fyrra mark Liverpool í 2:2 jafnteflinu á Villa Park. Þar með var hann kominn með 15 deildarmörk á útivöllum á þessu keppnistímabili. Þetta er nýtt félagsmet hjá Liverpool F.C.!


Luis Suarez átti gamla metið sem var 14 mörk. Metið setti hann á keppnistímabilinu 2013/14. Það var sannarlega vel af sér vikið hjá Luis en nú er Mohamed búinn að gera enn betur. Nokkrir útileikir eru enn eftir af leiktíðinni og Mohamed gæti bætt metið sitt til loka leiktíðar.
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá fyrrum fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Lengi getur vont versnað! -
| Sf. Gutt
Væntumþykjan hverfur! -
| Sf. Gutt
Ný félagsmet!

