Níu skildir eftir heima
Níu af aðalliðsmönnum Liverpool voru skildir eftir heima þegar Rauði herinn hélt til Eindhoven í Hollandi í dag. Þar verður síðasti leikur Rauða hersins í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
Þeir sem fóru ekki til Hollands og fá kærkomið frí eru þeir Alisson Becker, Virgil van Dijk, Ibrahima Konaté, Trent Alexander-Arnold, Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai, Mohamed Salah og Luis Diaz.
Það er að sjálfsögðu skynsamlegt að hvíla þessa máttarstólpa jafnvel þó það auki kannski líkurnar á því að Liverpool vinni ekki deildina. Liverpool þarf reyndar bara eitt stig til að halda toppsætinu. En ef Liverpool tapar fyrir PSV Eindhoven getur Barcelona náð efsta sætinu með því að vinna sinn síðasta leik gegn Atalanta á heimavelli.
Þeeir leikmenn Liverpool sem verja heiður Liverpool í Hollandi eru þeir Kelleher, Jaros, Davies, Quansah, Nallo, Bradley, Robertson, Tsimikas, Norris, Mabaya, Endo, Elliott, McConnell, Morton, Nyoni, Morrison, Gakpo, Nunez, Chiesa, Danns og Kone-Doherty. Það verður sannarlega spennandi að sjá hvaða leikmenn hefja leikinn annað kvöld.
Næsti deildarleikur Liverpool er í Bournemouth á laugardaginn. Heimamenn hafa verið frábærir í síðustu leikjum og Liverpool þarf að spila mjög vel að vinna sigur. Það er því mikilvægt að hvíla sterka menn fyrir þann leik.
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent