Leikjatilfærslur

Búið er að tímasetja nokkra leiki Liverpool. Það er alltaf gott að vita af breyttum leiktímum ef fólk hyggur á ferðalög til Englands.

Fyrst ber að nefna að Deildarbikarleikur Liverpool í Brighton fer fram miðvikudaginn 30. október. Leikar hefjast klukkan hálf átta. Liðin mætast aftur og nú í Liverpool í deildinni laugardaginn eftir. Sá leikur er með óbreyttan leiktíma og hefst á hefðbundnum tíma eða klukkan þrjú.
Leikur Liverpool og Arsenal í London hefur fengið nýjan leiktíma. Hann fer fram sunnudaginn 27. október og hefst klukkan hálf fimm.
Laugardaginn 9. nóvember fær Liverpool Aston Villa í heimsókn á Anfield Road. Leikurinn byrjar klukkan átta um kvöldið.
Liverpool mætir Southampton á útivelli sunnudaginn 24. nóvember. Flautað verður til leiks klukkan tvö.

Liverpool fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn á fullveldisdaginn sem ber upp á sunnudag þetta árið. Leikurinn hefst klukkan fjögur síðdegis.

Miðvikudaginn 4. desmber mætast Liverpool og Newcastle United á St James Park í Newcastle. Leikurinn byrjar þegar klukkuna vantar stundarfjórðung í átta.
Tekið skal fram að allir leiktímar eru að íslenskum tíma.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Litli strákurinn yrði sennilega undrandi! -
| Sf. Gutt
Virgil kominn í metabækur hjá Hollandi! -
| Sf. Gutt
Dominik er sama hvar hann spilar -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Vill endurgjalda stuðningsmönnunum -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Óvíst með Ibrahima Konaté -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn

