| Sf. Gutt
Riðlakeppni Suður Ameríkukeppninnar er búin. Allir fulltrúar Liverpool eru ennþá með í keppninni. Átta liða úrslit keppninnar taka nú við.
Argentína og Úrúgvæ unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Kólumbía og Brasilía fóru áfram úr sínum riðli. Kólumbía með sjö stig og Brasilía fimm.
Alexis McAllister spilaði alla leiki heimsmeistaranna. Hann lagði upp mark í fyrsta leiknum í 2:0 sigri á Kanada. Liam Millar, fyrrum leikmaður Liverpool, lék með Kanada. Hann er nú hjá Basel í Sviss.
Darwin Núnez er búinn að vera mjög góður á mótinu. Hann skoraði í fyrsta leik þegar Úrúgvæ vann Panama 3:1. Hann skoraði svo aftur þegar Úrúgvæ burstaði Bólivíu 5:0. Hann spilaði alla leiki Úrúgvæ. Luis Súarez, fyrrum leikmaður Liverpool, er ekki af baki dottinn. Hann kom inn sem varamaður í tveimur af þremur leikjum Úrúgvæ.
Luis Díaz skoraði úr víti í annarri umferð þegar Kólumbía vann Kosta Ríka 3:0. Luis spilaði alla leikina í riðlakeppninni.
Alisson Becker stóð í marki Brasilíu í öllum leikjum sinnar þjóðar. Hann hélt hreinu í fyrsta leik í 0:0 jafntefli við Kosta Ríka. Alisson og Luis mættust í nótt að íslenskum tíma þegar þjóðir þeirra gerðu 1:1 jafntefli.
Argentína, Kanada, Venesúela, Ekvador, Úrúgvæ, Panama, Kólumbía og Brasilía komust í átta liða úrslit. Alisson og Darwin mætast þar með sínum þjóðum.
TIL BAKA
Af Suður Ameríkukeppninni

Riðlakeppni Suður Ameríkukeppninnar er búin. Allir fulltrúar Liverpool eru ennþá með í keppninni. Átta liða úrslit keppninnar taka nú við.
Argentína og Úrúgvæ unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Kólumbía og Brasilía fóru áfram úr sínum riðli. Kólumbía með sjö stig og Brasilía fimm.
Alexis McAllister spilaði alla leiki heimsmeistaranna. Hann lagði upp mark í fyrsta leiknum í 2:0 sigri á Kanada. Liam Millar, fyrrum leikmaður Liverpool, lék með Kanada. Hann er nú hjá Basel í Sviss.

Darwin Núnez er búinn að vera mjög góður á mótinu. Hann skoraði í fyrsta leik þegar Úrúgvæ vann Panama 3:1. Hann skoraði svo aftur þegar Úrúgvæ burstaði Bólivíu 5:0. Hann spilaði alla leiki Úrúgvæ. Luis Súarez, fyrrum leikmaður Liverpool, er ekki af baki dottinn. Hann kom inn sem varamaður í tveimur af þremur leikjum Úrúgvæ.
Luis Díaz skoraði úr víti í annarri umferð þegar Kólumbía vann Kosta Ríka 3:0. Luis spilaði alla leikina í riðlakeppninni.
Alisson Becker stóð í marki Brasilíu í öllum leikjum sinnar þjóðar. Hann hélt hreinu í fyrsta leik í 0:0 jafntefli við Kosta Ríka. Alisson og Luis mættust í nótt að íslenskum tíma þegar þjóðir þeirra gerðu 1:1 jafntefli.
Argentína, Kanada, Venesúela, Ekvador, Úrúgvæ, Panama, Kólumbía og Brasilía komust í átta liða úrslit. Alisson og Darwin mætast þar með sínum þjóðum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan