| Sf. Gutt
Riðlakeppni Evrópumóts landsliða er lokið. Þrír af fulltrúum Liverpool eru úr leik en hinir halda áfram keppni með sínum þjóðum.
Andrew Robertson og Dominik Szoboszlai leiddu sínar þjóðir til leiks þegar Skotland og Ungverjaland mættust. Ungverjar unnu með sigurmarki í blálokin. Báðar þjóðir eru úr leik.
Ibrahima Konaté kom ekki við sögu þegar Frakkland og Pólland skildu jöfn 1:1. Frakkland komst áfram úr þessum riðli.
Sama gilti um Holland þrátt fyrir að tapa 3:2 fyrir Austurríki. Cody Gakpo skoraði annað mark sitt á mótinu. Virgil van Dijk var á sínum stað í hjarta varnar Hollands. Ryan Gravenberch var meðal varamanna.
England komst áfram eftir 0:0 jafntefli við Slóveníu. Trent Alexander-Arnold kom inn sem varamaður undir lok leiksins. Joe Gomez var á bekknum frá upphafi til enda.
Diogo Jota kom inn sem varamaður þegar Portúgal tapaði óvænt 2:0 fyrir Georgíu. Þrátt fyrir tapið komst Portúgal áfram.
Tékkar féllu úr leik eftir að hafa tapað 2:1 fyrir Tyrklandi. Vitezslav Jaros, markvörðinn sem er á láni hjá Sturm Graz í Austurríki, var varamaður.
Nú taka 16 liða úrslit við.
TIL BAKA
Af EM
Riðlakeppni Evrópumóts landsliða er lokið. Þrír af fulltrúum Liverpool eru úr leik en hinir halda áfram keppni með sínum þjóðum.
Andrew Robertson og Dominik Szoboszlai leiddu sínar þjóðir til leiks þegar Skotland og Ungverjaland mættust. Ungverjar unnu með sigurmarki í blálokin. Báðar þjóðir eru úr leik.
Ibrahima Konaté kom ekki við sögu þegar Frakkland og Pólland skildu jöfn 1:1. Frakkland komst áfram úr þessum riðli.
Sama gilti um Holland þrátt fyrir að tapa 3:2 fyrir Austurríki. Cody Gakpo skoraði annað mark sitt á mótinu. Virgil van Dijk var á sínum stað í hjarta varnar Hollands. Ryan Gravenberch var meðal varamanna.
England komst áfram eftir 0:0 jafntefli við Slóveníu. Trent Alexander-Arnold kom inn sem varamaður undir lok leiksins. Joe Gomez var á bekknum frá upphafi til enda.
Diogo Jota kom inn sem varamaður þegar Portúgal tapaði óvænt 2:0 fyrir Georgíu. Þrátt fyrir tapið komst Portúgal áfram.
Tékkar féllu úr leik eftir að hafa tapað 2:1 fyrir Tyrklandi. Vitezslav Jaros, markvörðinn sem er á láni hjá Sturm Graz í Austurríki, var varamaður.
Nú taka 16 liða úrslit við.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan