| Sf. Gutt

Af spjöldum sögunnar!

Í dag eru 20 ár liðin frá því að Rafael Benítez var ráðinn framkvæmdastjóri Liverpool. Hann er enn í dag virtur og býsna vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool enda vann hann fjóra titla fyrir félagið. Rafael hafði leitt Valencia til tveggja Spánarmeistaratitla, 2002 og 2004, auk sigurs í Evrópukeppni félagsliða vorið 2004 og var því mjög eftirsóttur á þessum tímapunkti. Forráðamenn Liverpool ákváðu að semja við hann þegar Gerard Houllier lét af störfum þá um vorið. Svo skemmtilega vildi til að þeir Gerard og Rafael hittust um þetta leyti á flugvelli þar sem þeir gátu borið saman bækur sínar um starf framkvæmdastjóra Liverpool!

Rafael Benítez hafði meðal annars þetta að segja þegar hann tók við stjórn Liverpool. ,,Gerard Houllier skilaði mjög góðu verki hérna en allir framkvæmdastjórar hafa sínar eigin hugmyndir. Ég held að ég geti komið öðruvísi hugmyndum á framfæri. Hingað kem ég til að vera sigursæll og leikmenn mínir verða að hafa sama hugarfar. Ég vil að stuðningsmennirnir séu stoltir af liðinu sínu, framkvæmdastjóaranum, leikmönnunum og félaginu." Ætli það sé ekki óhætt að segja að Rafael hafi tekist nokkuð vel upp í því sem hann stefndi á að gera þegar hann tók við sem framkvæmdastjóri. Rafael yfirgaf Liverpool í byrjun júní 2010.

Afrekaskrá Rafael Benítez hjá Liverpool.

Evrópumeistari 2005.Stórbikar Evrópu 2005.F.A. bikarinn 2006.Samfélagsskjöldurinn 2006.Evrópu- og Stórbikarmeistarar 2005.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan