| Sf. Gutt
Evrópumótum leiktíðarinnar er lokið og þar með leiktíðinni. Tveir fyrrum leikmenn Liverpool komu við sögu í úrslitaleikjunum þremur.
Borussia Dortmund og Real Madrid mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real vann 2:0 í spennandi leik. Emre Can, fyrrum leikmaður Liverpool, var fyrirliði Dortmund og stóð fyrir sínu á miðjunni. Emre hefur spilað með Dortmund frá 2020 en þá kom hann frá Juventus. Hann var fyrstu leiktíðina í láni. Emre fór til Juventus þegar hann yfirgaf Liverpool 2018. Hann lék með Liverpool í fjögur keppnistímabil.
Emre varð Ítalíumeistari með Juventus 2018/19. Árið áður vann hann Stórbikar Ítalíu. Hann varð þýskur bikarmeistari með Dortmund 2021.
Olympiacos vann Sambandsdeildina eftir 1:0 sigur á Fiorentina í úrslitaleik. Arthur Melo var í byrjunarliði Fiorentina. Hann er búinn að vera í láni hjá liðinu. Hann er enn leikmaður Juventus. Hann var í láni hjá Liverpool á síðustu leiktíð en spilaði aðeins einn leik. Meiðsladraugur fylgdi honum allan þann tíma sem hann var hjá Liverpool.
Atalanta vann Evrópudeildina. Ítalska liðið sló Liverpool óvænt út í átta liða úrslitum og fór svo alla leið í keppni og vann hana. Atalanta lagði Bayer Leverkusen að velli 3:0 í úrslitaleiknum. Þetta var eina tap lærisveina Xabi Alonso á keppnistímabilinu.
TIL BAKA
Gull og silfur!

Evrópumótum leiktíðarinnar er lokið og þar með leiktíðinni. Tveir fyrrum leikmenn Liverpool komu við sögu í úrslitaleikjunum þremur.
Borussia Dortmund og Real Madrid mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real vann 2:0 í spennandi leik. Emre Can, fyrrum leikmaður Liverpool, var fyrirliði Dortmund og stóð fyrir sínu á miðjunni. Emre hefur spilað með Dortmund frá 2020 en þá kom hann frá Juventus. Hann var fyrstu leiktíðina í láni. Emre fór til Juventus þegar hann yfirgaf Liverpool 2018. Hann lék með Liverpool í fjögur keppnistímabil.
Emre varð Ítalíumeistari með Juventus 2018/19. Árið áður vann hann Stórbikar Ítalíu. Hann varð þýskur bikarmeistari með Dortmund 2021.

Olympiacos vann Sambandsdeildina eftir 1:0 sigur á Fiorentina í úrslitaleik. Arthur Melo var í byrjunarliði Fiorentina. Hann er búinn að vera í láni hjá liðinu. Hann er enn leikmaður Juventus. Hann var í láni hjá Liverpool á síðustu leiktíð en spilaði aðeins einn leik. Meiðsladraugur fylgdi honum allan þann tíma sem hann var hjá Liverpool.
Atalanta vann Evrópudeildina. Ítalska liðið sló Liverpool óvænt út í átta liða úrslitum og fór svo alla leið í keppni og vann hana. Atalanta lagði Bayer Leverkusen að velli 3:0 í úrslitaleiknum. Þetta var eina tap lærisveina Xabi Alonso á keppnistímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

