| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool á EM


Kynningin á fulltrúum Liverpool á EM heldur áfram jafnt og þétt. Í dag er komið að fyrirliða Ungverjalands Dominik Szoboszlai.


Nafn: Dominik Szoboszlai.

Fæðingardagur:
 20. október 2000.

Fæðingarstaður: Székesfehérvár í Ungverjalandi.

Staða: Miðjumaður

Félög á ferli: Liefering (2017-18), Red Bull Salzburg (2018-21), RB Leipzig (2021-23)  og Liverpool (2023-??)


Fyrsti landsleikur: 21. mars 2019 gegn Slóvakíu.

Landsleikjafjöldi: 42
.

Landsliðsmörk: 12.



Leikir með Liverpool: 45.

Mörk fyrir Liverpool: 7.

Stoðsendingar: 4.

Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Dominik byrjaði mjög vel og sýndi  hvað eftir annað snilli sína á miðjunni. Eftir áramót spilaði hann ekki eins vel. Hann gat ekkert spilað í febrúar vegna meiðsla og eftir það náði hann sér ekki almennilega á strik

Hver eru helstu einkenni okkar manns? Dominik er mjög snjall miðjumaður. Hann spilar boltanum vel og hefur mikið úthald. Hann skorar líka reglulega
.
 

Hver er staða Dominik í landsliðinu? Hann er besti knattspyrnumaður Ungverjalands og er leiðtogo liðsins. Dominik var fyrst valinn í landsliðið 2018 og hefur verið í landsliðinu síðan. Hann var kosinn fyrirliði landsliðsins 2022. Leikmenn kusu hann sjálfir fyrirliða.


Hvað um Ungverjaland?  Ungverjaland hefur ekki verið með betra lið í áraraðir. Liðið komst sannfærandi til Þýskalands. Liðið er ekki meðal þeirra bestu en á örugglega eftir að standa sig vel. 

Vissir þú? Pabbi Dominik, sem spilaði sjálfur knattspyrnu, byrjaði snemma að þjálfa son sinn. Þegar Dominik var þriggja ára stillti pabbi hans upp plastflöskum. Sá litli átti svo að rekja bolta á milli þeirra. 

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan