| Sf. Gutt

Tveir tilnefndir


Á vegum Úrvalsdeildarinnar eru ýmis kjör við lok leiktíða. Liverpool átti tilnefningar í tveimur einstaklingsflokkum. Að auki voru tilnefningar fyrir besta markið, bestu markvörsluna og framgöngu sem vann leik.

Jürgen Klopp var tilnefndur sem framkvæmdastjóri leiktíðarinnar. Pep Guardiola, framkvæmdastjóri Manchester City, var kjörinn aðra leiktíðina í röð. Jürgen Klopp varð hlutskarpastur í þessu kjöri leiktíðirnar 2019/20 og 2021/22. 


Virgil van Dijk var í hópi þeirra sem voru tilnefndir sem besti leikmaðurinn. Phil Foden leikmaður Manchester City varð fyrir valinu. Þess má geta að Phil var líka kjörinn Knattspyrnumaður ársins af blaðamönnum. 


Mark Alexis Mac Allister í 4:3 sigri Liverpool á Fulham var tilnefnt sem Mark leiktíðarinnar. Ekki að undra!

Kosið um Markvörslu leiktíðarinnar. Ein markvarsla Alisson Becker fékk tilnefningu. Það var þegar hann varði meistaralega þrumufleyg í 1:2 sigri Liverpool í Newcastle. Hann varði skotið í þverslá og blakaði svo boltanum frá í framhaldinu. 


Darwin Núnez var tilnefndur í flokknum Sá sem réði úrslitum. Tilnefninguna fékk hann fyrir sama leik og Alisson. Darwin kom inn sem varamaður og tryggði Liverpool 1:2 sigur með tveimur mörkum á lokakafla leiksins. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan