Af spjöldum sögunnar!
Þessa dagana er 41 ár liðið frá því Liverpool braut blað í ensku knattspyrnunni. Liðið varð þá fyrst liða til að vinna stórtitil á Englandi fjögur ár í röð.
Þann 28. mars 1984 vann Liverpool 1:0 sigur á Everton í aukaleik liðanna í úrslitum Deildarbikarsins. Liverpool hafði þar með unnið Deildarbikarinn fjögur ár í röð.
Liverpool og Everton leiddu saman hesta sína á Maine Road í Manchester eftir að liðin höfðu skilið án marka á Wembley. Liverpool vann 1:0 sigur í hörkuleik. Graeme Souness, fyrirliði Liverpool, skoraði markið með föstu langskoti á 21. mínútu.
Graeme rifjaði seinna upp markið. ,,Aukaleikurinn var tilþrifalítill en hann var eftirminnilegur fyrir mig því ég skoraði. Boltinn kom til mín en ég náði ekki almennilegu valdi á honum. Ég sneri baki í markið og slengdi fæti í boltann. Boltinn lækkaði skyndilega flugið rétt fyrir framan Neville Southall og hafnaði í markinu."
Joe Fagan stýrði Liverpool á sínu fyrsta keppnistímabili. Deildarbikarinn var fyrsti titill af þremur sem Liverpool vann undir stjórn Joe á leiktíðinni 1983/84. Það var sögulegt afrek.
Á efstu myndinni eru þeir Alan Hansen, Kenny Dalglish og Graeme Souness með bikarinn sem var veittur fyrir sigur í Deildarbikarnum á árunum 1982, 1983 og 1984. Liverpool vann hann til eignar með sigrinum 1984.
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut