| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Landsleikir eru nú í gangi hér og þar um veröldina. Liverpool á víða fulltrúa í þessum leikjum. Sumir eru vináttulandsleikir en aðrir í umspili fyrir Evrópumót landsliða. 

Í kvöld spiluðu Englendingar og Brasilíumenn vináttuleik á Wembley. Brasilíumenn unnu 0:1. Joe Gomez kom inn sem varamaður. 


Caoimhin Kelleher hélt marki Íra hreinu á móti Belgum í Dublin. Ekkert mark var skorað í leiknum. 

Að lokum má geta þess að ungliðinn Kyle Kelly lék sinn fyrsta landsleik með Sankti Kristófer og Nevis sem vann 3:1 sigur á San Marínó. Kyle hefur spilað með undir 18 ára liði Liverpool. Þessi leikur fór fram á miðvikudagskvöldið. 


Á fimmtudaginn vann Grikkland stórsigur 5:0 á Kasakstan. Kostas Tsimikas lagði upp eitt af mörkunum. Þessi leikur var í umspilinu fyrir EM.

Í öðrum umspilsleik vann Wales Finnland 4:1. Þrír uppeldissynir Liverpool spiluðu. Danny Ward var í markinu og þeir Harry Wilson og Neco Williams voru í sínum stöðum. Neco skoraði glæsilegt mark eftir aukaspyrnu og Harry átti tvær stoðsendingar. Vel gert hjá þeim piltum.

Wataru Endo spilaði sama dag í 1:0 sigri Japans á Norður Kóreu. Hann er nú kominn heim til Liverpool til að hvíla lúin bein.

 

Á föstudaginn vann Ungverjaland 1:0 sigur á Tyrklandi. Dominik Szoboszlai skoraði markið úr vítaspyrnu.

Conor Bradley spilaði fyrir Norður Íra á móti Rúmeníu. Leiknum lauk 1:1.

Virgil van Dijk og Andrew Robertson leiddu lið sín til leiks í Amsterdam. Holland vann öruggan sigur 4:0. Cody Gakpo átti tvær stoðsendingar. Önnur stoðsendingin var á fyrrum leikmann Liverpool Georginio Wijnaldum.

Luis Díaz spilaði í 1:0 sigri Kólumbíu á Spáni. Luis lagði upp markið. 

Alexis Mac Allister kom inn á sem varamaður þegar heimsmeistarar Argentínu unnu El Salvador 3:0.

Harvey Elliott átti stórleik þegar undir 21. árs lið Englands vann Aserbaísjan 5:1. Harvey skoraði tvö mörk. Tayler Morton lagði upp annað markið fyrir félaga sinn.

Lewis Koumas skoraði sigurmark Wales í 2:1 sigri á Litháen. Þetta var fyrsti leikur Lewis fyrir undir 21. árs lið Wales.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan