| Sf. Gutt
Annað kvöld ræðst á Craven Cottage hvort Fulham eða Liverpool kemst í úrslitaleik Deildarbikarsins. Chelsea komst í úrslit í kvöld eftir að hafa slegið Middlesbrough úr leik.
Liverpool vann fyrri leik liðanna á Anfield Road 2:1. Nestið fyrir seinni leikinn er því naumt skammtað. Vissulega hefur Liverpool vegnað vel á leiktíðinni og liðið er sem stendur í efsta sæti deildarinnar. Það er samt ljóst að ekkert má út af bera annað kvöld.
Liverpool og Fulham hafa tvívegis leitt saman hesta sína það sem af er leiktíðar. Í bæði skiptin á Anfield og í leikjunum hafði Liverpool betur með einu marki í hvort skipti. Nú mætast liðin í London og má búast við mjög erfiðum leik. Fulham er sterkt á heimavelli og eftir að hafa tapað naumt á Anfield má búast við að liðið geri harða atlögu að sigri. Það er ekki á hverjum degi sem lið geta komist í úrslitaleik.
Liverpool mun örugglega stilla upp sterku liði þó svo leikjadagskráin sé stíf á næstunni. Líklegra er að Liverpool hvíli einhverja í FA bikarnum um helgina þegar Norwich City kemur í heimsókn til Liverpool. Caoimhin Kelleher verður í markinu en að öðru er líklegt að liðið verði svipað og í Bournemouth. Gleðifregn barst í dag þegar uppgefið var að Andrew Robertson verði í liðshópnum. Hann hefur ekki spilað frá því í haust þegar hann fór úr axlarlið. Það verður frábært að fá hann aftur.
Ég spái því að Liverpool nái að herja fram sigur 1:2. Darwin Núnez og Cody Gakpo skora. Liverpool verður að klára verkefnið og komast alla leið í úrslitaleikinn. Það er titill í húfi!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Fulham vs Liverpool
Annað kvöld ræðst á Craven Cottage hvort Fulham eða Liverpool kemst í úrslitaleik Deildarbikarsins. Chelsea komst í úrslit í kvöld eftir að hafa slegið Middlesbrough úr leik.
Liverpool vann fyrri leik liðanna á Anfield Road 2:1. Nestið fyrir seinni leikinn er því naumt skammtað. Vissulega hefur Liverpool vegnað vel á leiktíðinni og liðið er sem stendur í efsta sæti deildarinnar. Það er samt ljóst að ekkert má út af bera annað kvöld.
Liverpool og Fulham hafa tvívegis leitt saman hesta sína það sem af er leiktíðar. Í bæði skiptin á Anfield og í leikjunum hafði Liverpool betur með einu marki í hvort skipti. Nú mætast liðin í London og má búast við mjög erfiðum leik. Fulham er sterkt á heimavelli og eftir að hafa tapað naumt á Anfield má búast við að liðið geri harða atlögu að sigri. Það er ekki á hverjum degi sem lið geta komist í úrslitaleik.
Liverpool mun örugglega stilla upp sterku liði þó svo leikjadagskráin sé stíf á næstunni. Líklegra er að Liverpool hvíli einhverja í FA bikarnum um helgina þegar Norwich City kemur í heimsókn til Liverpool. Caoimhin Kelleher verður í markinu en að öðru er líklegt að liðið verði svipað og í Bournemouth. Gleðifregn barst í dag þegar uppgefið var að Andrew Robertson verði í liðshópnum. Hann hefur ekki spilað frá því í haust þegar hann fór úr axlarlið. Það verður frábært að fá hann aftur.
Ég spái því að Liverpool nái að herja fram sigur 1:2. Darwin Núnez og Cody Gakpo skora. Liverpool verður að klára verkefnið og komast alla leið í úrslitaleikinn. Það er titill í húfi!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan