| Sf. Gutt

Af kvennaliðinu


Keppni í efstu deild kvenna er aðeins komin í gang. Liverpool byrjaði mjög vel og vann fyrstu tvo leikina en síðan hefur aðeins fjarað undan. 

Liverpool byrjaði á að vinna Arsenal 0:1 á útivelli. Það voru mjög góð úrslit enda Arsenal búið að vera með eitt af bestu liðum Englands í mörg ár. Liðið vann til dæmis Deildarbikarinn á síðustu leiktíð. Liverpool fylgdi þessum sigri eftir með því að vinna Aston Villa 2:0 á heimavelli. 

Næsti leikur var grannaslagur við Everton á Anfield Road. Everton vann 0:1. Milli 20 og 30 þúsund áhorfendur mættu á leikinn. Síðasti leikur Liverpool hingað til í deildinni var útileikur við West Ham United. Þeim leik lauk með jafntefli 1:1. Liverpool er um miðja deild eftir þessar fyrstu umferðir.

Liverpool hefur leikið einn leik í riðlakeppni Deildarbikarsins. Liðið tapaði honum 2:1 fyrir Leicester. Næsti deildarleikur er einmitt á móti Leicester á morgun.

Lið Liverpool var styrkt nokkuð fyrir leiktíðina. Liðið endaði um miðja deild á síðasta keppnistímabili sem var góður árangur fyrir nýliða í deildinni. Vonir standa til þess að liðið verði betra á þessari. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan