| Sf. Gutt
Bækistöðvar kvennaliðs Liverpool verða framvegis á Melwood. Þetta eru skemmtilegar fréttir því Melwood var æfingasvæði karlaliðsins frá því á sjötta áratug síðustu aldar.
Karlaliðið flutti starfsemi sína á nýja æfingasvæðið í Kirby í nóvember 2020. Fyrirtæki keypti svæðið og fyrirhugað var að þarna myndu rísa íbúðahús. Þær fyrirætlanir runnu út í sandinn og í júní var tilkynnt að Liverpool hefði keypt Melwood aftur með það að markmiði að kvennaliði félagsins myndi fá þetta fornfræga svæði undir sína starfsemi.
Þann 8. september fékk kvennalið Liverpool Football Club Melwood formlega afhent. Matt Beard, þjálfari liðsins, og stúlkurnar hans komu á svæðið og skoðuðu sig um. Hér eftir æfir kvennaliðið á Melwood og eins yngri flokkar þess. Saga Liverpool á Melwood heldur því áfram sem er frábært!
Hér er myndband sem sýnir frá því þegar kvennaliðið kom á Melwood í fyrsta sinn.
TIL BAKA
Bækistöðvar kvennaliðsins verða á Melwood!

Bækistöðvar kvennaliðs Liverpool verða framvegis á Melwood. Þetta eru skemmtilegar fréttir því Melwood var æfingasvæði karlaliðsins frá því á sjötta áratug síðustu aldar.

Karlaliðið flutti starfsemi sína á nýja æfingasvæðið í Kirby í nóvember 2020. Fyrirtæki keypti svæðið og fyrirhugað var að þarna myndu rísa íbúðahús. Þær fyrirætlanir runnu út í sandinn og í júní var tilkynnt að Liverpool hefði keypt Melwood aftur með það að markmiði að kvennaliði félagsins myndi fá þetta fornfræga svæði undir sína starfsemi.
Þann 8. september fékk kvennalið Liverpool Football Club Melwood formlega afhent. Matt Beard, þjálfari liðsins, og stúlkurnar hans komu á svæðið og skoðuðu sig um. Hér eftir æfir kvennaliðið á Melwood og eins yngri flokkar þess. Saga Liverpool á Melwood heldur því áfram sem er frábært!
Hér er myndband sem sýnir frá því þegar kvennaliðið kom á Melwood í fyrsta sinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir
Fréttageymslan