| Sf. Gutt
Miðvörðurinn Rhys Williams hefur verið lánaður. Hann spilar með Aberdeen í Úrvalsdeildinni á Skotlandi á komandi keppnistímabili.
Rhys hefur leikið 19 leiki með aðalliði Liverpool. Hann var í láni hjá Blackpool á fyrri hluta síðustu leiktíðar. Þetta verður fjórða lánsdvöl hans því hann hefur, auk Blackpool, verið í láni hjá Kidderminster Harriers og Swansea City á síðustu árum.
Rhys hittir Leighton Clarkson fyrir hjá Aberdeen en hann var seldur til skoska liðsins á dögunum. Þeir Rhys og Leighton léku saman í mörg ár með unglingaliðum Liverpool. Það verður áhugavert að sjá hvernig Rhys gengur í skosku knattspyrnunni.
TIL BAKA
Rhys Williams lánaður

Miðvörðurinn Rhys Williams hefur verið lánaður. Hann spilar með Aberdeen í Úrvalsdeildinni á Skotlandi á komandi keppnistímabili.
Rhys hefur leikið 19 leiki með aðalliði Liverpool. Hann var í láni hjá Blackpool á fyrri hluta síðustu leiktíðar. Þetta verður fjórða lánsdvöl hans því hann hefur, auk Blackpool, verið í láni hjá Kidderminster Harriers og Swansea City á síðustu árum.

Rhys hittir Leighton Clarkson fyrir hjá Aberdeen en hann var seldur til skoska liðsins á dögunum. Þeir Rhys og Leighton léku saman í mörg ár með unglingaliðum Liverpool. Það verður áhugavert að sjá hvernig Rhys gengur í skosku knattspyrnunni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan