| Sf. Gutt

Gull og silfur!


Úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni fór fram í kvöld. Tveir fyrrum leikmenn Liverpool komu við sögu. Annar fékk gull en hinn silfur. 

Roma og Sevilla mættust í Búdapest í Ungverjalandi. Leik liðanna lauk með 1:1 jafntefli eftir framlengingu. Sevilla vann svo 4:1 í vítaspyrnukeppni. Liðið vann þar með keppnina í sjöunda sinn sem er met. Reyndar bæting á eigin meti.


Jesús Joaquín Fernández Sáenz de la Torre, betur þekktur sem Suso var í liði Sevilla. Hann kom inn sem varamaður í hálfleik og lék til leiksloka. Suso lék með Liverpool frá 2012 til 2015. Hann er búinn að vera á mála hjá Sevilla frá 2020. Þetta er í annað sinn sem Suso hefur unnið Evrópudeildina með Sevilla. Hann var í liðinu sem vann keppnina á leiktíðinni 2019/20.

 

Georginio Wijnaldum spilaði með Roma. Hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og spilaði það sem eftir var af leik og framlenginguna. Georginio fór til Paris St Germain 2021 og varð franskur meistari með liðinu á síðasta keppnistímabili. Hollendingurinn hefur verið í láni hjá Roma á þessari leiktíð. 

Suso fékk sem sagt gull en Georginio varð að sætta sig við silfur. Svoleiðis var það!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan